20.2.2007 | 10:49
Að hugsa sér til óbóta
Það verður bara að segjast eins og er, allar mínar áætlanir um að taka námið "hæfilega alvarlega" og vera ekki að streða við að skila verkefnum og taka próf, fuku út í veður og vind við óvænta velgengni mína á margmiðlunarprófinu í janúar. Nú er maður virkilega kominn i keppnisgírinn og skal nú sýna Dönum í tvo heimana.
Ég er með öðrum orðum í litlum áfanga um hönnun margmiðlunarefnis. Þar á að hanna og skila litlu verkefni sem síðan verður stækkað og skilað sem lokaverkefni í vor. Ég hef nú hellt mér út í þetta af fullum krafti, og eftir að kennarinn fékk mig ofan af því að brenna kirkjur og drepa mann og annan í miðbænum er ég nú kominn niður á jörðina og tekinn til við að hanna verkefni sem:
- Á að byggjast á landafræði og jarðfræði
- Vera fræðandi og skemmtilegt
- Byggi á HTML, XML, PHP, ASP, SQL, CSS, EXE, DHTML, MSN og fleiri skammstöfunum sem þykja fínar
- Gagnast mér og MA þar til ég fer á eftirlaun (lesist: "spara mér vinnu")
Mig skortir ekki hugmyndir, en það vita þeir sem reynt hafa, að við vinnu að hönnun og forritun sveiflast maður stöðugt milli upplifunar og örvæntingar, milli teóríu og praxis, milli virkni og algjörs heiladoða. Þeir sem þekkja mig vita líka að ég tek þessar sveiflur af mikilli fullkomnunaráráttu og smámunasemi.
Í gærkvöldi var svo komið að ég var fullkomlega bugaður af of hugarflugi og raunar með strengi í höfðinu í dag. Þar sem ég lá bjargarlaus í sófanum sá Gunna sér færi á að launa mér lambið gráa, henni finnst ég nefnilega óþarflega duglegur að grípa myndavélina þegar henni verður eitthvað á!
En mér líður þó mun betur í dag eins og ég vona að þetta blogg beri með sér.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð mynd af þér :) Vildi að ég væri í þessari pósu núna :)
Annars minnir upptalningin á tækjunum einna mest á gamalkunnan texta út Haínu. Sí-æ-ei, ell-ess-dí o.s.frv.
Sénsinn að nokkur hafi trúað þessu með hæfilega kæruleysið. Þú ert bara eins og þú ert, eins og þar stendur.
Sverrir Páll Erlendsson, 20.2.2007 kl. 11:02
Þú ert maður að mínu skapi, Jónas. Sveiflukenndur og stöðugur, vandvirkur sullufótur, einbeittur og ruglaður. Allt í senn. Ég hlakka sífellt meira til að fá þig heim :o)
Guðjón H. Hauksson, 21.2.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.