Nú er það svart...

Á hjólinu góðaÉg hef áður nefnt að ég hef ekki fundið íþróttafélag sem jafnast á við FIMMA og hef því orðið að sjá sjálfur um mína líkamsrækt. Framan af hausti viðraði vel til útiveru og ég var þá duglegur að hjóla og ganga um fjöll og dali Danaveldis.

Ég hef einnig nefnt að undanfarið hefur ekki viðrað til útivistar. Það virðist þó vera að rætast úr því og nú líða dagarnir hver af öðrum án stórrigninga og sólin er farin að glenna sig öðru hverju, komin hátt á loft. Hitastigið er þó alla daga rétt yfir frostmarkinu og fjandans næðingur með köflum.

Upp úr áramótum var okkur hjónum ljóst að eitthvað yrði að gera ef við við ættum að halda heilsunni fram á vorið. Því var enn haldið á vit "Gul og Gratis" á vefnum (sem Bjarni kallar raunar "nískuvef föður okkar" þegar hann talar við bræður sína) og viti menn - fann ég ekki þetta fína þrekhjól. Á hjólinu góða sitjum við hjónin nú (næstum) daglega og horfum á kaloríurnar hverfa eins og dögg fyrir sólu - a.m.k á mælitækjum hjólsins.

Og ég vil engar athugasemdir um klæðnað minn á hjólinu, nóg að Gunna skammaði mig fyrir að vera í flauelsbuxum á þessu ferðalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Jæja, þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur í Danmörku lætur sér nægja
"að sitja kyrr á sama stað
en samt að vera að ferðast."

Svava er líka með svona hjól hér inni í herbergi og það verð ég að segja að þetta er einhver allra leiðinlegasti fararskjóti sem ég hef prófað.  

Valdimar Gunnarsson, 19.2.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Jæja!

Sverrir Páll Erlendsson, 19.2.2007 kl. 22:57

3 identicon

Méf finnst þetta ákaflega ósannfærandi mynd, þ.e.a.s. ef þið ætlist til að maður trúi að þið missið einhverjar kaloríur með hjálp þessa grips - þið vitið að maður á að hreyfa fæturnar, halda traustlega um stýrið og svitna....?

Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 596

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband