Sorphirða og einkarekstur

Sorptunna nágrannannaÞá erum við komin heim í grámann í Danmörku. Ótrúlega kalt þegar hitinn hangir rétt yfir frostmarki og napur vindur næðir um göturnar - heitir raunar "frisk vind" i veðurfréttunum.

Svo er hér í mið- og norðurhluta borgarinnar allt að fara á kaf í sorp. Búið að einkavæða sorphirðingu eins og margt annað. Eitt þriggja fyrirtækja á nú í stríði við starfsmenn sína út af sjálfsögðum réttindum þeirra og þeir hafa nú verið í verkfalli á aðra viku. Allar tunnur eru að fyllast og víða farið að flæða út úr þeim. Borgaryfirvöld segjast ekkert geta gert, það sé mál fyrirtækjanna (afskaplega kunnuglegur tónn!). Við erum nokkuð vel sett, en víða í götunni er ástandið orðið eins og á myndinni. Svo er að verða ansi sóðalegt í sjálfum miðbænum.

Og svo til Stefáns Þórs að lokum - af því honum finnst ég blogga mikið um reykingar Dana. Eftir að hafa verið á Spáni í nokkra daga án þess að vera plagaður af reykingum annarra var eins og að ganga inn í reykhús að koma inn í flugstöðina í Árósum.

En nú hafa verið sett lög um mjög víðtækt bann við reykingum í Danmörku. Taka þau gildi 1. apríl og er ekki ofsögum sagt að þjóðin sé á nálum yfir því hvað þá muni gerast. Er ekki síst titringur yfir konungsfjölskyldunni sem samkvæmt laganna hljóðan má frá og með 1. apríl nánast hvergi reykja vegna þess að þau eru alltaf með launamenn (þjónustufólk) í kringum sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það veitir nú ekki af því að kenna Dönum lexíu. Þeir eru ótrúlegir. Fyrst hægt er að takmarka reykingar víða í Suður-Evrópu og norður á Írlandi þá hlýtur þetta að vera hægt í Danmörku. Ég meina, reykingar í lestum, skólum, verslunum, skrifstofum... þetta er svo út í hött. Og ég hef sagt þetta í mörg ár, ekki bara þessa síðustu tæpu sex mánuði sem ég hef verið reyklaus núna. - Tek svo undir þetta með Barcelona, synd að við skyldum ekki ná að smala saman í túr. Ég á aðeins einn dag að baki í þessari frábæru borg; sá vissulega margt (Ramblan, Ólympíuleikvangurinn, Sagrada familia, Gaudi-garðurinn o.fl.) en vildi gjarnan sjá meira. Bið að heilsa.

Stefán (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Já. Þegar ég fór til Kaupmannahafnar milli jóla og nýárs var ég samferða hjúkrunarkonu úr Reykjavík, eiginkonu móðurbróður míns, en hún er fædd og uppalin í Danmörku, Jóhanna Boeskov. Þegar við gengum upp ranann frá flugvélinni og komum inn á gangana í Kastrup flugstöðinni varð ég á orði: Jæja, nú erum við komin heim til Reyklands. Já, sagði hún. Þetta er óhugnanlegt og alveg til skammar, sagði hún. Að koma til Danmerkur er að ganga inn í reykmettaða veröld. Og ég tek undir með Stefáni: Fyrst hægt er að skrúfa fyrir opinberar reykingar í Suður-Evrópu og á Írlandi hlýtur það að vera hægt í Danmörku. Og enn fremur vil ég segja, að fyrst lönd og þjóðir suður í Evrópu skrúfa fyrir reykingar á opinberum stöðum eins og veitingahúsum þá hlýtur það að vera hægt á Íslandi. Sem betur fer hefur reyklausum kaffihúsum fjölgað síðan Sigmundur reið á vaðið með Bláu könnunni, en nú gráta veitingamenn og þykjast fara á hausinn ef fólk fær ekki að reykja milli rétta og á fyllisamkomum síðkvölda og ármorgna. Fari þeir þá bara á hausinn! Farið hefur fé betra.

Sverrir Páll Erlendsson, 18.2.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband