28.1.2007 | 10:13
Ég á varla orð - þetta er svo gaman!
Þvílíkir dagar! Við tókum sem sagt saman nokkar hafurtask eftir hádegið á föstudag og drifum okkur af stað til Þýskalands. Tókum stefnuna á bæinn Georgsmarienhütte (sem ég geri ráð fyrir að allir viti hvar er). Reiknuðum með um sex tíma ferð með stuttum stoppum, en tafir á hraðbrautunum umhverfis Hamborg töfðu förina nokkuð, og svo tók auðvitað þennan klassiska hálftíma að finna hótelið eftir að komið var á svæðið. Eins og ég raunar vissi fyrir er hótelið gamalt sveitasetur langt utan næsta þéttbýlis (á þýskan mælikvarða).
Gærdagurinn (laugardagur) mun örugglega seint gleymast. Drifum okkur til Halle undir hádegið og skoðuðum þann litla en notalega bæ. Vorum auðvitað alltof snemma á ferð og urðum að drepa tímann til klukkan þrjú þegar íþróttahöllin yrði opnuð. Fátt er að skoða í Halle, svo við fórum í stuttan bíltúr til Bielefeld og villtumst þar um hæfilega lengi.
Síðan héldum við í Gerry Weber höllina í Halle - glæsilegt mannvirki. Ballið byrjaði raunar í risatjaldi utan við höllina þar sem við horfðum á leik Þýskalands og Frakklands á stórum skjá ásamt nokkur þúsund þýskum áhorfendum. Var ekki síðri stemming í tjaldinu en á góðum handboltaleik. Urðum þó að yfirgefa tjaldið fyrir leikslok vegna þess að leikur Íslands var að hefjast í höllinni.
Og svo var það höllin sjálf og leikur Íslands og Slóveníu. Það er útilokað að lýsa tilfinningunni. Vorum í fínum sætum, höllin næstum full (eftir að Þýslandsleiknum lauk í tjaldinu), hiti, hávaði og spenna. Undir leikslok, þegar okkar menn hleyptu óbærilegri spennu í leikinn með mistökum sínum, var ég alveg að niðurlotum kominn - en allt fór vel að lokum.
Horfðum að lokum á leik Póllands og Túnis en spennufallið var slíkt eftir Íslandsleikinn að við ákváðum um miðjan síðari hálfleik að halda bara heim á hótel, enda leikurinn orðin algjör einstefna að marki Túnis.
Nú erum við að búa okkur undir aðra lotu í Halle síðdegis í dag. Fyrst leik Íslands og Þýskalands í tjaldinu góða og svo tvo leiki í höllinni. Verst að enginn leikjanna hefur neina verulega þýðingu, það er ljóst hverjir komast áfram og skiptir ekki höfuðmáli hverjir mætast í átta liða úrslitum, allt sterk lið sem eiga þó sína slæmu daga.
En við hlökkum til dagsins, sérstaklega leiksins við Þjóverja, þótt við sjáum hann bara á skjánum. Gaman að horfa á sjónvarp innan um þúsundir Þjóðverja!
Gærdagurinn (laugardagur) mun örugglega seint gleymast. Drifum okkur til Halle undir hádegið og skoðuðum þann litla en notalega bæ. Vorum auðvitað alltof snemma á ferð og urðum að drepa tímann til klukkan þrjú þegar íþróttahöllin yrði opnuð. Fátt er að skoða í Halle, svo við fórum í stuttan bíltúr til Bielefeld og villtumst þar um hæfilega lengi.
Síðan héldum við í Gerry Weber höllina í Halle - glæsilegt mannvirki. Ballið byrjaði raunar í risatjaldi utan við höllina þar sem við horfðum á leik Þýskalands og Frakklands á stórum skjá ásamt nokkur þúsund þýskum áhorfendum. Var ekki síðri stemming í tjaldinu en á góðum handboltaleik. Urðum þó að yfirgefa tjaldið fyrir leikslok vegna þess að leikur Íslands var að hefjast í höllinni.
Og svo var það höllin sjálf og leikur Íslands og Slóveníu. Það er útilokað að lýsa tilfinningunni. Vorum í fínum sætum, höllin næstum full (eftir að Þýslandsleiknum lauk í tjaldinu), hiti, hávaði og spenna. Undir leikslok, þegar okkar menn hleyptu óbærilegri spennu í leikinn með mistökum sínum, var ég alveg að niðurlotum kominn - en allt fór vel að lokum.
Horfðum að lokum á leik Póllands og Túnis en spennufallið var slíkt eftir Íslandsleikinn að við ákváðum um miðjan síðari hálfleik að halda bara heim á hótel, enda leikurinn orðin algjör einstefna að marki Túnis.
Nú erum við að búa okkur undir aðra lotu í Halle síðdegis í dag. Fyrst leik Íslands og Þýskalands í tjaldinu góða og svo tvo leiki í höllinni. Verst að enginn leikjanna hefur neina verulega þýðingu, það er ljóst hverjir komast áfram og skiptir ekki höfuðmáli hverjir mætast í átta liða úrslitum, allt sterk lið sem eiga þó sína slæmu daga.
En við hlökkum til dagsins, sérstaklega leiksins við Þjóverja, þótt við sjáum hann bara á skjánum. Gaman að horfa á sjónvarp innan um þúsundir Þjóðverja!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha, ha, Jónas á varla orð! Hver myndi sussum trúa því? Enda bloggar hann auðveldlega eina skjáfyllu svona gjörsamlega orðlaus og er bara rétt að hitna. En já, þetta er helvíti gaman hjá ykkur, næg var spennan fyrir framan sjónvarpið heima í stofu þegar við ætluðum að klúðra Slóveníuleiknum. Góða skemmtun áfram.
Stefán Þór (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.