24.1.2007 | 18:49
Þetta er ekki auðvelt - trúið mér!
Hér snýst allt um HM í handbolta þess dagana. En það gengur hálfbrösótt að fylgjast með leikjunum. TV2 er með einkarétt á sjónvarpsútsendingum á keppnini hér í Danmörku. Þeir voru með stór orð og auglýstu mjög að þeir myndu sýna alla leiki Íslands og Grænlands á netinu, svo og fjölda annarra leikja. Við keyptum því aðgang að rásinni þeirra en það er skemmst frá því að segja að þeir hafa gjörsamlega brugðist, náðu að sýna einn leik með Íslandi og hálfan með Grænlandi og einhver brot úr öðrum leikjum. Nú eru þeir alveg hættir og búnir að gefast upp á beinum útsendingum á netinu.
Svo var það auglýst á mbl.is og ruv.is að Íslendingar erlendis gætu séð leikina á vef IHF. Við keyptum aðgang að því, en þá kom einfaldlega á skjáinn að ekki mæti senda út til Danmerkur vegna einkaleyfis TV2!
Þá var bara að sætta sig við að hlusta á Rás 2 um netið. Það gekk raunar mjög vel með leikinn við Frakka, en í dag náðist ekki nema annað hvert orð og heimilið alveg að farast á taugum þegar spenna hljóp í leikinn. Þrautalendingin - jú hringja til Íslands og fá íþróttaáhugamanninn Árna Hrólf til að kveikja á SKYPE og setja útvarpstæki við hljóðnemann. Þá loksins gátum við fylgst með.
Svo eigum við auðvitað miða á leikina í Halle um helgina. Sjáum fjóra leiki, þar af Ísland - Slóveníu. Þjóðverjar hrærðu í skipulagi milliriðlanna fram á síðustu stundu, en seldu alla miða á ákveðna daga í ákveðnar hallir. Því standa nú fylgismenn liða hist og her með miða á ranga leiki. Við eigum t.d. ekki miða á leik Íslands og Þýskalands í Dortmund á sunnudaginn frekar en aðrir. Uppselt er í höllina, nær eingöngu heimamönnum.
En ég hef ekki alveg gefið upp alla von um að ná að bítta á miðunum okkar í Halle fyrir miða í Dortmund. Ég er búinn að skrá mig á miðaskiptimarkaði á netinu en ekkert gengur. Ég fór því í dag og skrifaði póst á allar addressur sem ég fann hjá franska handknattleikssambandinu - gott að vera af málabraut. Og fyrst ég var byrjaður sendi ég líka póst á pólsku og slóvensku samböndin í von um einhver þar hefði slysast til að kaupa miða í Dortmund.
Ég hef alltaf sagt að það komi sér vel að vera af málabraut og kunna landafræði...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skype-lausnin er út af fyrir sig betra en ekkert, en varðandi miðasöluna hjá Þjóðverjum. Ætli Halldór Jóhannsson hafi verið þeim til ráðgjafar?
Góða ferð til Deutschland og þið fáið miða, það hlýtur að vera.
Sverrir Páll Erlendsson, 25.1.2007 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.