Táraflóð og önnur flóð

Flóðin í SilkeborgHér gráta menn frammistöðu landsliða Íslands og Danmerkur á HM í handbolta. Bæði liðin eru komin upp að vegg og verða að vinna leikina á morgun. Og við sem vorum svo viss um að Ísland kæmist í milliriðla að við keyptum miða á leikina um næstu helgi og gistingu í Þýskalandi - við förum auðvitað og horfum á handbolta í heimsklassa, en því miður ekki með réttu liðunum!

Hér stytti upp í dag eftir rigningar síðustu daga. Allir fréttatímar eru undirlagðir af flóðamyndum, vegir lokaðir, jafnvel hér í úthverfum Árósa. Miðbærinn í Vejle lokaður, Silkeborg á floti og svo mætti áfram telja.


Þegar stytti upp ákváðum við að skreppa vestur í land. Komum fyrst við í Silkeborg og litum á flóðin þar. Þar náði vatnshæð sögulegu hámarki í gær, en var aðeins farið að sjatna í dag. Við skoðuðum síðan bæina Ikast og Herning okkur til ánægju. Gaman að koma þangað, þótt þeir þyki ekki með falelgustu bæjum landsins. Í Herning er stórskemmtilegt listasafn í gömlum verksmiðjuhúsum sem við skoðuðum um stund áður en við héldum aftur heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þyri Bragadóttir

Þið hefðuð átt að kíkja á Charolais kroen sem er (eða var allavega fyrir "nokkrum" árum) virkilega skemmtilegur veitingastaður í Herning, staðsettur í gamalli kirkju.  Ég veit að Bjarni hefði notið sín þar í frábærum nautasteikum. Þetta er reyndar það eina sem ég hef séð í Herning, kokkarnir að grilla í kórnum. Vildbjerg, þokkalegur smábær fellur undir Herning kommune. Þar eru um 25 fótboltavellir og eru Vildbjergbúar afar hreyknir af þeirri íþróttaaðstöðu sem þeir bjóða uppá og halda fjölmörg "Esso-mót" á sumrin. Bara svona ef ykkur langaði að vita þetta. 

Helga Þyri Bragadóttir, 21.1.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband