Hæsta einkunn á prófi...

Ég hafði aldrei hugsað mér að taka háskólanámið mjög alvarlega, fremur njóta þess að sækja áhugaverða fyrirlestra án þess að stefna að prófum. En svo kemur kappið upp í manni og maður vill sýna hvað maður getur. Ég skráði mig því í próf í "Multimedia Programming" (Flash og PHP fyrir þá sem vita hvað það er). Munnlegt próf, dregið eitt af sex efnum, hálftíma undirbúningur og svo hálftíma yfirheyrsla.

Ég átti að mæta í hádeginu, en náði ekki að festa hugann við neitt í morgun, svo ég var mættur fullsnemma á staðinn. Þá hafði auðvitað öllu seinkað um hálftíma og nemendur gengu um gólf, nagandi neglur og komu svo út úr prófinu kófsveittir. Nú upplifði ég prófstress á eigin skinni í fyrsta sinn á æfinni. Var farinn að nötra og skjálfa þegar ég kastaði teningi upp á hvaða efni ég ætti að tala um - og upp kom efni sem ég kann nákvæmlega ekkert í - "Scripting í Flash". Ég nota nefnilega önnur forrit og aðrar aðferðir við mína tölvuvinnu.

Ég beit þó á jaxlinn og fór inn og talaði mikið og lengi. Rökstuddi hvað Flash væri ömurlegt og Scripting í Flash löng úrelt fyrirbæri. Sýndi svo mínar aðferðir og beitti öllum mínum "sölumannshæfileikum". Svo fóru leikar að ég var lengur inni en til stóð við að svala forvitni kennaranna. Þeir voru svo óratíma að gera upp hug sinn á eftir en niðurstaðan var:

"Hæsta einkunn sem hægt er að gefa án þess að nemandi tali um efnið sem lagt var fyrir."

Ég náði sem sagt prófinu með sóma, með hærri einkunn en krakkaræflarnir í kringum mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að spyrja að því, þú kannt að orða hlutina og tala þig frá efninu! Þú manst þetta líklega þegar þú tekur til við einkunnagjöf í MA aftur...

Lára (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

:D :D

Gat verið!! Einhvern veginn kemur mér þetta ekki á óvart. Maðurinn sem getur selt skrattanum ökukennsluna sína ;o)

Guðjón H. Hauksson, 18.1.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Þetta er skemmtileg einkunn - fyrir hvað ætli maður geti gefið þegar nemendur svara ekki prófspurningunum. Ég er einmitt að fara yfir próf þessa stundina og vildi gjarna gefa svona einkunnir af og til.

Valdimar Gunnarsson, 18.1.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Heyrðu. Þetta var gott hjá þér. Þú hefur þó væntanlega verið svo nálægt viðfangsefninu að þín ræða verði ekki kölluð það sem hér í skóla hefur oft verið nefnt einu nafni: "GÓÐLÁTLEGT KJAFTÆÐI." Krakkarnir hafa sjálfsagt ekki látið sér detta neitt í hug umfram eitthvert banalitet sem stendur í kennslubókinni

Sverrir Páll Erlendsson, 19.1.2007 kl. 21:56

5 identicon

Jonas, Jonas, I think I have understood from your Icelandic text that you have set a new record in talking (and talking and talking) but... we knew you could talk!!! Good luck with Scripting in Flash and hopefully you can give a full description of this exam in March!

Hilde De Vaere (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband