16.1.2007 | 13:02
Námsheimilið mikla
Nú erum við öll komin í skóla! Bjarni auðvitað í sínum menntaskóla þar sem honum gengur betur og betur, enda er flækist danskan ekki eins fyrir honum og framan af hausti. Engin próf eru í skólanum fyrr en í vor en þeim mun meira af alls konar heimaverkefnum og hópverkefnum. Svo eru frívikur framundan, vika í vetrarfrí í febrúar, viku námsferð til Brussel í mars og svo páskafríið í apríl.
Sjálfur er ég að læra undir próf í fyrsta sinn í 25 ár. Ætla sem sagt í munnlegt próf í Flash og PHP á fimmtudaginn og sit hér bölva Flashinu í sand og ösku og hlakka mest til að rakka það niður í prófinu.
Og svo var Gunna að koma heim úr málaskólanum eftir fyrsta skóladaginn, settist brosandi niður með orðabók og málfræði og tók blýantinn upp úr nýja pennaveskinu (og harðbannaði mér að taka myndir eða skrifa orð á bloggið).
Bjarni gekk hér um í gær og horfði stíft á föður sinn og sagði með þunga: "Hvernig er það faðir, átt þú ekki að vera að læra undir próf". Ég reikna með að í kvöld muni hann horfa á móður sína og segja: "Hvernig er það móðir, er aldrei neitt að læra heima í þessum skóla". Svona kemur uppeldið í bakið á manni þegar maður á sér einskis ills von!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ho, ho, ho; he, he, he; hí, hí, hí!
Valdimar Gunnarsson, 16.1.2007 kl. 19:03
aha, kannast við þessar athugasemdir, ásamt; "ert þú að læra mamma? áttu þá ekki að slökkva á sjónvarpinu?"
Muna að segja aldrei neitt við þessi börn sín sem hægt er að nota gegn manni síðar. Annars verð ég að segja að mér sýnist skóla"lúkkið" fara Gunnu ljómandi vel.
Helga Þyri (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:41
Ég sé að þið hafið gott aðhald í lærdómnum, sonurinn greinilega vel upp alinn og kemur ábyggilega til með að halda sínum eigin ungum að námi þegar þar að kemur.
Þú lítur út fyrir að vera ánægð í dönskunáminu Gunna - annað en flestir yngri dönskunemendur.... Gangi þér vel!
Lára (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.